Hvað fer ekki úrskeiðis hjá okkur?

Bjarki Már Gunnarsson er sterkur varnarmaður.
Bjarki Már Gunnarsson er sterkur varnarmaður. mbl.is/Árni Sæberg

Bjarki Már Gunnarsson, leikmaður Stjörnunnar, var svekktur eftir 27:33-tap fyrir Aftureldingu í Olísdeild karla í handbolta. Í samtali við mbl.is eftir leik sagði Bjarki að það hefði ansi margt farið úrskeiðis og jafnvel allt saman. 

„Hvað fer ekki úrskeiðis hjá okkur? Við byrjuðum leikinn mjög illa og erum ekki nógu þéttir. Á meðan skora þeir úr öllum stöðum á vellinum. Við komum boltanum á markið lengi framan af en svo hrynur þetta svolítið hjá okkur.“

Stjarnan vann fimm leiki í röð fyrir leik kvöldsins og segir Bjarki leikinn vera skref í vitlausa átt. 

„Það hefur verið fín seigla á þessu hjá okkur. Við höfum verið að vinna leikina þótt við séum ekki alltaf búnir að spila vel. Þetta er hins vegar skref aftur á bak og það er margt sem við þurfum að laga.

Afturelding var hungraðri en við í dag og það er engin afsökun fyrir því,“ sagði Bjarki Már Gunnarsson. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert