Arnór meðal markahæstu

Arnór Þór Gunnarsson.
Arnór Þór Gunnarsson. mbl.is

Arnór Þór Gunnarsson er í 5. sæti yfir markahæstu leikmenn þýsku 1. deildarinnar í handbolta í vetur en örvhenti landsliðshornamaðurinn skoraði 5 mörk í 26:21-sigri Bergischer á Minden um helgina.

Bergischer hefur komið á óvart í vetur eftir að hafa unnið sér sæti í deildinni að nýju, og er liðið með 18 stig í 7. sæti, tveimur stigum á eftir Füchse Berlín og Melsungen.

Arnór hefur alls skorað 95 mörk í 16 leikjum það sem af er leiktíð, og nýtt um 74% skota sinna. Líkt og aðrir í efstu sætum lista yfir markahæstu menn þá tekur Arnór víti fyrir sitt lið og hafa 37 marka hans komið af vítalínunni. Þýski landsliðsmaðurinn Matthias Musche, hornamaður Magdeburg, er langmarkahæstur í deildinni með 152 mörk.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert