Íslendingaliðið styrkti stöðu sína á toppnum

Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði 2 mörk fyrir Kristianstad.
Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði 2 mörk fyrir Kristianstad. Ljósmynd/Kristianstad

Íslendingaliðið Kristianstad bar sigurorð af GUIF 26:21 á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld.

Teitur Örn Einarsson skoraði 3 mörk fyrir sænsku meistarana og þeir Ólafur Andrés Guðmundsson og Arnar Freyr Arnarsson skoruðu 2 mörk hvor.

Kristianstad náði með sigrinum þriggja stiga forskoti í toppsæti deildarinnar. Liðið er með 26 stig eftir 16 leiki en Malmö, sem hefur leikið einum leik meira, er með 23.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert