Krossbandið slitnaði hjá Neagu

Romania's left back Georgiana Neagu borin af velli á EM …
Romania's left back Georgiana Neagu borin af velli á EM í Frakklandi. AFP

Ein besta handknattleikskona heims, Cristina Neagu frá Rúmeníu, er með slitið krossband í hné og verður lengi frá keppni. 

Rúmenía leikur um verðlaun á EM í Frakklandi sem nú stendur yfir en ekki var búist við öðru en meiðsli Neagu væru alvarleg eftir að hún var borin af velli í leiknum gegn Ungverjum í gær. 

Neagu er markahæsti leikmaður í sögu Evrópumóts kvenna en hún hefur áður slitið krossband og var það árið 2013. 

Fjarvera Neagu er ekki einungis blóðtaka fyrir rúmenska landsliðið heldur einnig félagslið hennar Bucaresti í Rúmeníu eins og gefur að skilja. 

Norska landsliðskonan, Amanda Kurtović, sem er liðsfélagi Neagu hjá Bucaresti, sleit krossband á æfingamóti í Ósló helgina áður en EM hófst. 

Cristina Neagu.
Cristina Neagu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert