Ísland mætir Spánverjum í umspili

Íslenska landsliðið mætir því spænska.
Íslenska landsliðið mætir því spænska. Ljósmynd/Robert Spasovski

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir því spænska í umspili um sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í Japan á næsta ári. Dregið var í París í dag. 

Leikið verður heima og að heiman dagana 31.maí-2. júní og 4.-6. júní. Sigurvegari einvígisins tryggir sér sæti í lokakeppninni. Fyrri leikurinn fer fram á Spáni og síðari leikurinn heima á Íslandi. 

Umspil um sæti á HM Japan:
Króatía - Þýskaland
Danmörk - Sviss
Svíþjóð - Slóvakía
Hvíta-Rússland - Noregur
Serbía - Pólland
Tékkland - Svartfjallaland
Makedónía - Slóvenía
Austurríki - Ungverjaland
Spánn - Ísland

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert