ÍR í úrslitakeppnissæti um hátíðarnar

ÍR-ingurinn Björgvin Hólmgeirsson stekkur á milli þeirra Böðvars Páls Ásgeirssonar …
ÍR-ingurinn Björgvin Hólmgeirsson stekkur á milli þeirra Böðvars Páls Ásgeirssonar og Emils Kurzemnieks úr Aftureldingu í kvöld. mbl.is/Eggert

ÍR vann sannfærandi 31:25-sigur á Aftureldingu í lokaleik ársins í Olísdeild karla í handbolta. Með sigrinum fór ÍR upp fyrir KA og upp í áttunda sæti, sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni. 

ÍR-ingarnir byrjuðu aðeins betur og komust í 4:2. Afturelding var fljót að snúa því við og ná 5:4-forystu og þannig var hálfleikurinn. Liðin skiptust á smá áhlaupum og skiptust á að vera með forystuna, sem var aldrei meiri en tvö mörk.

ÍR nýtti sér hins vegar fjarveru tveggja aðalmarkmanna Aftureldingar og áttu þeir Brynjar Vignir Sigurjónsson og Björgvin Franz Björgvinsson erfitt uppdráttar í markinu. Hinum megin varði Stephen Nielsen ágætlega og var helsta ástæða þess að staðan var 15:13, ÍR í vil í hálfleik.

Heimamenn skoruðu fyrsta mark seinni hálfleiks og náðu þá þriggja marka forystu í fyrsta skipti, 16:13. ÍR-ingar héldu áfram að bæta í framan af í seinni hálfleik og var staðan eftir tæplega 40 mínútur orðin 19:14, ÍR í vil.

ÍR hélt áfram að bæta í forskotið í seinni hálfleik og var munurinn orðinn sjö mörk þegar skammt var eftir, 24:17. Þann mun var Afturelding ekki nærri því að vinna niður fyrsti sigur ÍR í þremur leikjum varð staðreynd. 

ÍR 31:25 Afturelding opna loka
60. mín. Kristján Orri Jóhannsson (ÍR) skoraði mark
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert