Valur einn í efsta sæti í HM-hléinu

Snorri Steinn Guðjónsson og strákarnir hans í Val tróna á …
Snorri Steinn Guðjónsson og strákarnir hans í Val tróna á toppi Olís-deildarinnar. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason

Óvæntustu úrslit Olísdeildar karla í vetur urðu á Selfossi í gær þar sem botnlið Akureyrar vann sannfærandi sigur á toppliði Selfoss, 28:34. Selfyssingar misstu þar með bæði Val og Hauka uppfyrir sig og Akureyri komst upp úr fallsæti með sigrinum.

Þetta var einn af þeim leikjum þar sem allt gengur upp hjá öðru liðinu og ekkert gengur upp hjá hinu liðinu. Og þá er ekki spurt að því hvort þú sitjir í botnsætinu eða sért á toppnum. Akureyringar skoruðu nokkur mörk úr vonlausum skotum í vonlausum færum, jafnvel á vitlausa hönd – en allt lak inn í Selfossmarkið. Lánleysi Selfyssinga var hins vegar algjört.

Það var frábær vörn og enn betri markvarsla Akureyringa sem skóp þennan sigur. Akureyringar lögðust allir á eitt í vörninni og þar fyrir aftan stóð Arnar Þór Fylkisson sem var svo sannarlega maður leiksins með 25 varin skot, þar af tvö víti. Það vantaði svosem ekki færin hjá Selfyssingum en Arnar átti nokkrar frábærar vörslur og varði jafnt og þétt, allan leikinn.

Selfyssingar voru hægir í upphafi leiks, ólíkir sjálfum sér og eftir leik sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari liðsins, að þetta hefði verið slakasti leikur Selfyssinga undir hans stjórn. Það er rétt hjá Patreki og súrt fyrir Selfyssinga að fara inn í langt frí í deildinni með þetta tap á bakinu.

Sjá allt um leikina í Olís-deildinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert