Ragnar verður liðsfélagi Arnórs Þórs

Ragnar Jóhannsson í leik með Hüttenberg.
Ragnar Jóhannsson í leik með Hüttenberg. Ljósmynd/Mark Thürmer

Handknattleiksmaðurinn Ragnar Jóhannsson mun yfirgefa þýska B-deildarliðið Hüttenberg eftir tímabilið og ganga til liðs við Bergischer sem leikur í þýsku A-deildinni.

Hjá Bergischer mun Ragnar hitta fyrir hornamanninn Arnór Þór Gunnarsson en Arnór hefur leikið sérlega vel með nýliðunum sem eru í 7. sæti deildarinnar.

Ragnar yfirgaf FH í janúar 2015 og gekk til liðs við Hüttenberg. Liðið lék þá í C-deildinni en vann sig upp um tvær deildir. Hüttenberg féll úr A-deildinni á síðustu leiktíð og er í 10. sæti í B-deildinni.

Ragnar er markahæsti leikmaður Hüttenberg á tímabilinu en í 18 leikjum þess hefur hann skorað 76 mörk og gefið 26 stoðsendingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert