Mætast aftur í apríl

Arnar Freyr Arnarsson að skora gegn Makedóníu.
Arnar Freyr Arnarsson að skora gegn Makedóníu. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Ísland og Makedónía mætast í hreinum úrslitaleik um sæti í milliriðli á heimsmeistaramótinu í handknattleik í München í Þýskalandi í dag.

Íslendingum dugar jafntefli í leiknum í dag til að ná þriðja sætinu og tryggja sér þar með sæti í milliriðli sem spilaður verður í Köln í Þýskalandi.

Ísland og Makedónía eigast svo aftur við í tvígang í apríl en þá mætast þjóðirnar í undankeppni Evrópumótsins. Fyrri leikurinn verður í Laugardalshöllinni 10. apríl og fjórum dögum síðar mætast liðin í Trajkovski í Makedóníu.

Eftir tvær umferðir í undankeppninni er Ísland í toppsætinu með 4 stig eftir tvo stórsigra gegn Grikkjum og Tyrkjum. Makedónía og Grikkland eru með 2 stig en Tyrkland situr á botninum án stiga. Tvær efstu þjóðirnar tryggja sér farseðilinn á EM sem fram fer í Austurríki, Noregi og Svíþjóð í janúar á næsta ári.

Leikur Íslands og Makedóníu hefst klukkan 17 og verður leikurinn í beinni textalýsingu hér á mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert