Elvar Örn sagður á leið til Skjern

Elvar Örn Jónsson í leik með íslenska landsliðinu á HM.
Elvar Örn Jónsson í leik með íslenska landsliðinu á HM. AFP

Landsliðsmaðurinn Elvar Örn Jónsson mun ganga í raðir danska úrvalsdeildarliðsins Skjern í sumar.

TV2 í Danmörku hefur heimildir fyrir því að Selfyssingurinn ungi muni fara til Skjern eftir tímabilið og verða liðsfélagi Björgvins Páls Gústavssonar, samherja Elvars í íslenska landsliðinu.

Patrekur Jóhannesson er þjálfari Elvars hjá Selfyssingum en Patrekur hefur samið við Skjern og mun taka við þjálfun liðsins fyrir næstu leiktíð.

Elvar Örn er 21 árs gamall sem hefur verið byrjunarliðsmaður í öllum leikjum Íslendinga á heimsmeistaramótinu þar sem hann hefur skorað 14 mörk og gefið 5 stoðsendingar. Elvar hefur spilað sem leikstjórnandi en getur einnig leikið í skyttustöðunni. Hann hefur spilað afar vel með Selfoss-liðinu undanfarin ár og hefur stimplað sig með glæsibrag inn í íslenska landsliðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert