Tíu leikir á HM í dag

Dagur Sigurðsson verður snemma á ferðinni í dag þegar Japanir …
Dagur Sigurðsson verður snemma á ferðinni í dag þegar Japanir mæta Kóreu í Kaupmannahöfn. AFP

Tíu leikir fara fram á heimsmeistaramóti karla í handknattleik í dag. Fjórir þeirra í milliriðlunum sem fara báðir af stað klukkan 17 að íslenskum tíma en hinir sex eru í keppninni um sæti 13 til 24.

Þrír íslenskir þjálfarar eru með lið sín í baráttunni um sæti í neðri hluta mótsins. Aron Kristjánsson og Patrekur Jóhannesson gætu mæst á morgun en lið þeirra, Barein og Austurríki, leika í dag í undanúrslitunum í keppni um sæti 17-20.

Dagur Sigurðsson og lið Japans eru í keppni um sæti 21-24 og Japanar mæta grönnum sínum frá Kóreu í dag.

Síðan er Kristján Andrésson með lið Svía í milliriðlakeppninni og þeir mæta Túnis í dag.

Leikir dagsins eru þessir í heildina:

Milliriðill I í Köln:
17.00 Frakkland - Spánn
19.30 Þýskaland - Ísland

Milliriðill II í Herning:
17.00 Túnis - Svíþjóð
19.30 Danmörk - Ungverjaland

Keppni um sæti 13-16 í Köln:
12.00 Rússland - Makedónía
14.30 Síle - Katar

Keppni um sæti 17-20 í Kaupmannahöfn:
17.00 Serbía - Barein
19.30 Austurríki - Argentína

Keppni um sæti 21-24 í Kaupmannahöfn:
12.00 Kórea - Japan
14.30 Sádi-Arabía - Angóla

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert