„Draumurinn er að fara út“

Viktor Gísli Hallgrímsson.
Viktor Gísli Hallgrímsson. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður Fram og U20 ára landsliðsins, fór til Danmerkur á dögunum á kannaði aðstæður hjá danska liðinu GOG sem nú situr í efsta sæti dönsku deildarinnar. Viktor dvaldi hjá félaginu í tvo daga og æfði með liðinu.

„Þetta var mjög gaman enda er fagmennskan ríkjandi hjá félaginu. Liðið er í efsta sæti í Danmörku eins og er. Ég var í tvo daga og æfði tvisvar með liðinu. Ég hafði heyrt af áhuga þeirra í einhvern tíma,“ sagði Viktor þegar Morgunblaðið kannaði stöðuna hjá honum í gær.

Viktor, sem verður 19 ára í sumar, segist ekki vera með tilboð í höndunum frá GOG og það komi bara til með að skýrast með tímanum. Hann mun leika með Fram á Íslandsmótinu út keppnistímabilið hið minnsta. Spurður um hvort hann sé á leið í atvinnumennskuna í sumar þá segir Viktor að það gæti orðið niðurstaðan þótt engin ákvörðun hafi ennþá verið tekin.

Nánar er rætt við Viktor í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert