Agnar Smári ekkert meira með?

Agnar Smári Jónsson.
Agnar Smári Jónsson. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason

Agnar Smári Jónsson, leikmaður karlaliðs Vals í handknattleik, verður frá æfingum og keppni næstu vikurnar en fram kemur á Vísi að hann hafi gengist undir aðgerð í morgun vegna brjóskloss.

Agnar gæti orðið úr leik það sem eftir lifir tímabilsins en hann hefur misst af síðustu leikjum Valsliðsins vegna meiðsla. Hann kom inn í liðið í úrslitaleiknum á móti FH í Coca Cola-bikarnum en hefur ekki verið með því í síðustu tveimur leikjum í deildinni.

Agnar Smári, sem vann þrefalt með Eyjamönnum á síðustu leiktíð, hefur skorað 52 mörk í þeim 15 leikjum sem hann hefur spilað með Valsmönnum í Olís-deildinni á tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert