Óðinn með 100 prósent nýtingu í sigri

Óðinn Þór Ríkharðsson.
Óðinn Þór Ríkharðsson. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Óðinn Þór Ríkharðsson lék vel með GOG í 30:27-útisigri á Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Hornamaðurinn nýtti færin sín afar vel og skoraði úr öllum fimm skotum sínum. 

Með sigrinum fór GOG upp fyrir Álaborg og upp í toppsætið þar sem liðið er með 38 stig. Álaborg á hins vegar leik til góða og getur því endurheimt toppsætið með sigri á Aarhus á laugardaginn kemur. 

Aðeins tvær umferðir eru eftir af deildinni og tekur svo við átta liða úrslitakeppni, líkt og í Olísdeildinni heima. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert