HK kærir úrskurð HSÍ

Frá fyrsta leik liðanna.
Frá fyrsta leik liðanna. mbl.is/Árni Sæberg

Handknattleiksdeild HK hefur kært úrskurð mótanefndar HSÍ, sem dæmdi Þrótti sigur í fyrsta leik liðanna í umspili um laust sæti í efstu deild karla í handbolta. HK vann fyrsta leik liðanna 27:24, en Þrótti var dæmdur 10:0-sigur þar sem HK tefldi fram ólöglegum leikmanni að mati mótanefndarinnar.

HK vann er liðin mættust í öðrum leik Digranesi í dag, 27:22, og er staðan því 1:1. Í dag barst HSÍ svo kæra vegna úrskurðar mótanefndar. HSÍ hefur því ákveðið að fresta umspili um laust sæti í efstu deild þar til niðurstaða liggur fyrir í málinu. 

Dómstóll HSÍ mun taka til starfa í komandi viku en óljóst er hvenær úrskurður hans liggur fyrir. Það lið sem vinnur tvo leiki tryggir sér sæti í úrslitaleik við Víking, þar sem þarf þrjá sigra til að komast upp í efstu deild. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert