Þrjár Stjörnukonur skrifa undir

Hanna Guðrún Stefánsdóttir er hvergi nærri hætt.
Hanna Guðrún Stefánsdóttir er hvergi nærri hætt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur gengið frá samningum við þrjá leikmenn sem munu spila með liðinu á komandi tímabili. Leikmennirnir eru Hanna Guðrún Stefánsdóttir, Sólveig Lára Kjærnested og Elena Birgisdóttir. 

Hanna Guðrún spilaði með Stjörnunni á síðasta tímabili og mun næsta tímabil vera 24. tímabil hennar í efstu deild. Hanna er 40 ára og á yfir 400 deildarleiki hér á landi. Hanna getur spilað nánast allar stöður á vellinum en hennar helsta staða er horn. 

Sólveig Lára lék ekki með Stjörnunni á síðustu leiktíð þar sem hún var ófrísk. Sólveig er reynslumikill leikmaður og hefur eins og Hanna Guðrún leikið með landsliðinu. Sólveig leikur aðallega sem skytta en getur brugðið sér í hornið. 

Elena er línumaður sem lék með Stjörnunni áður en hún spilaði með Førde í Noregi á síðustu leiktíð. Elena hefur verið viðloðandi A-landsliðið. Stjarnan greindi frá undirskriftunum á Facebook-síðu sinni. 

Sólveig Lára Kjærnested.
Sólveig Lára Kjærnested. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert