Meistararnir á beinu brautina

Lovísa Thompson fór mikin fyrir Val og skoraði 9 mörk.
Lovísa Thompson fór mikin fyrir Val og skoraði 9 mörk. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslandsmeistarar Vals eru komnar aftur á beini brautina í úrvalsdeild kvenna í handknattleik, Olísdeildinni, eftir átta marka sigur gegn nýliðum Aftureldingar að Varmá í Mosfellsbæ í níundu umferð deildarinnar í dag. Leiknum lauk með 27:19-sigri Vals en staðan í hálfleik var 16:13, Valskonum í vil.

Mikið jafnræði var með liðunum til að byrja með og skiptust liðin á að skora í fyrri hálfleik. Eftir tuttugu mínútna leik var staðan 10:10. Þá fóru Valskonur að síga hægt og rólega fram úr Mosfellingum en þegar tíu mínútur voru til leiksloka var munurinn ekki nema þrjú mörk á liðunum. Valskonur reyndust hins vegar mun sterkari á lokakaflanum og fögnuðu sigri.

Lovísa Thompson fór mikin í liði Vals og skoraði níu mörk. Þá átti Ásdís Þóra Ágústsdóttir mjög flottan leik og skoraði sjö mörk. Íris Björk Símonardóttir varði tólf skot í marki Vals en hjá Aftureldingu var það Roberta Ivanauskaite sem var markahæst með átta mörk. Ástrós Anna Bender varði tíu skot í markinu.

Valskonur sem töpuðu með sjö marka mun á heimavelli gegn HK í síðustu umferð eru því aftur komnar á  beinu brautina en liðið fer með sigrinum í 15 stig og er áfram í öðru sæti deildarinnar, einu stigi á eftir toppliði Fram. Afturelding bíður áfram eftir sínum fyrsta sigri en liðið er stigalaust eftir fyrstu níu leiki sína.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert