„Býr yfir gríðarlegum hæfileikum“

Haukur Þrastarson.
Haukur Þrastarson. mbl.is/Árni Sæberg

Pólska handknattleiksliðið Kielce staðfestir á heimasíðu sinni að Selfyssingurinn Haukur Þrastarson muni ganga í raðir félagsins næsta sumar og hafi gert þriggja ára samning.

Ég er mjög ánægður með að Haukur ákvað að binda næstu ár á ferli sínum með okkar félagi. Hann býr yfir gríðarlegum hæfileikum og hann passar fullkomlega inn í hugmyndafræði félagsins og verður mikilvægur í stöðu miðjumanns,“ segir Bertus Servas, forseti Kielce, á heimasíðu félagsins en mörg lið voru á höttunum eftir Selfyssingnum unga, sem margir telja eitt mesta efni í handboltaheiminum í dag.

Fram kemur á vef Kielce að Haukur hafi heimsótti Kielce heim í ágúst þar sem hitti forsetann, þjálfarann Talant Dujshebaev og nokkra leikmenn liðsins.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert