Markahæst þegar Kristianstad fór á toppinn

Andrea Jacobsen og liðsfélagar hennar í Kristianstad eru á toppnum …
Andrea Jacobsen og liðsfélagar hennar í Kristianstad eru á toppnum í sænsku B-deildinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsliðskonan Andrea Jacobsen fór mikin fyrir Kristinstad þegar liðið vann öruggan átta marka sigur gegn Nacka í sænsku B-deildinni í handknattleik í kvöld. Leiknum lauk með 25:17-sigri Kristianstad en Andrea skoraði sex mörk í leiknum og var markahæst í liði Kristianstad ásamt Maju Hansson.

Jafnræði var með liðunum til að byrja með og var staðan 6:6 eftir tuttugu mínútna leik. Þá seig Kristianstad fram úr og leiddi með tveimur mörkum í hálfleik, 10:8. Áfram var jafnræði með liðunum í upphafi síðari hálfleiks og var munurinn á liðunum tvö mörk, 15:13, Kristianstad í vil eftir fjörutíu mínútna leik.

Þegar fimmtán mínútur voru til leiksloka náði Kristianstad fjögurra marka forskoti og eftir það virtist allur vindur úr leikmönnum Nacka. Kristianstad jók forskot sitt hægt og rólega og fagnaði sigri í leikslok. Kristianstad fer með sigrinum upp í efsta sæti deildarinnar í 16 stig og hefur nú tveggja stiga forskot á Eslov og Hallby sem eiga leik til góða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert