Ánægðir með íslenska fyrirliðann

Ólafur Guðmundsson í leik með íslenska landsliðinu fyrr á þessu …
Ólafur Guðmundsson í leik með íslenska landsliðinu fyrr á þessu ári. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ólafur Guðmundsson, landsliðsmaður í handknattleik og fyrirliði sænska félagsins Kristianstad, hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2022 en þetta kemur fram á heimasíðu Kristianstad.

Ólafur, sem hóf ferilinn með FH, kom fyrst til sænska félagsins tímabilið 2012—'13, eftir að hafa leikið með Nordsjælland og AG í Danmörku, og var þar í tvö ár en gekk síðan til liðs við Hannover-Burgdorf í Þýskalandi. Hann sneri aftur til Kristinstad í nóvember 2015 og hefur verið í lykilhlutverki þar frá þeim tíma og gegnt stöðu fyrirliða liðsins undanfarin ár.

Kristianstad hefur verið afar sigursælt undanfarin ár og Ólafur varð meistari með því þrjú ár í röð, frá 2016 til 2018, og hefur leikið með liðinu í Meistaradeild Evrópu fimm tímabil í röð.

Ólafur er á leið með íslenska landsliðinu í lokakeppni EM þar sem liðið spilar í Malmö, ekki langt frá heimaslóðum hans í Kristianstad.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert