Jafnt eftir háspennu í Mosfellsbæ

Þorsteinn Gauti Hjálmarsson tryggði Aftureldingu eitt stig.
Þorsteinn Gauti Hjálmarsson tryggði Aftureldingu eitt stig. mbl.is/Kristinn Magnússon

Afturelding og Stjarnan skildu jöfn, 30:30, í háspennuleik í Olísdeild karla í handbolta í Mosfellsbæ í kvöld. Þorsteinn Gauti Hjálmarsson tryggði Aftureldingu eitt stig með marki í lokin. 

Afturelding var skrefinu á undan framan af í fyrri hálfleik, en munurinn varð aldrei meiri en tvö mörk. Stjarnan var hins vegar sterkari síðari hluta hálfleiksins og var yfir í leikhléi, 15:14. 

Stjarnan byrjaði betur í seinni hálfleik og komst í 19:15 snemma. Afturelding neitaði að gefast upp og jafnaði í 24:24 og voru lokamínúturnar æsispennandi. 

Þorsteinn Gauti var markahæstur hjá Aftureldingu með 10 mörk og Guðmundur Árni Ólafsson skoraði átta mörk. Tandri Már Konráðsson skoraði níu fyrir Stjörnuna og Andri Már Rúnarsson skoraði átta. 

Afturelding er í öðru sæti með 20 stig, þremur minna en topplið Hauka og Stjarnan í áttunda sæti með níu stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert