Guðjón Valur slapp með skrekkinn

Guðjón Valur Sigurðsson og félagar komust áfram í frönsku bikarkeppninni.
Guðjón Valur Sigurðsson og félagar komust áfram í frönsku bikarkeppninni.

Íslenskir handboltamenn gerðu fína hluti með liðum sínum í Danmörku, Þýskalandi, Frakklandi og Noregi í dag. Arnar Birkir Hálfdánsson spilaði vel fyrir SønderjyskE en þurfti að sætta sig við tap og þá skoraði Bjarki Már Elísson 11 mörk gegn Geir Sveinssyni í Þýskalandi. 

Stórliðið París SG, með Guðjón Val Sigurðsson innanborðs, slapp með skrekkinn gegn Pontault, sem er í sjötta sæti í B-deild. Liðin mættust í 32-liða úrslitum franska bikarsins í dag og vann Parísarliðið nauman tveggja marka sigur og skoraði Guðjón einmitt tvö mörk. 

Hér að neðan má sjá yfirferð um það sem íslenskir handboltamenn gerðu með evrópskum liðum sínum í dag. 

DANMÖRK

SønderjyskE - Bjerringbro/Silkeborg 28:30
Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði 4 mörk fyrir SønderjyskE en Sveinn Jóhannsson ekkert. Þráinn Orri Jónsson skoraði ekki fyrir Bjerringbro/Silkeborg. Bjerringbro er í 4. sæti með 18 stig og SönderjyskE í sjötta sæti með 16 stig eftir 15 leiki. 

Arnar Birkir Hálfdánsson lét vita af sér.
Arnar Birkir Hálfdánsson lét vita af sér. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

ÞÝSKALAND

Erlangen - Leipzig 25:22
Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Erlangen, sem er í 13. sæti með 12 stig. 

Kiel - Minden 29:27
Gísli Þorgeir Kristjánsson lék ekki með Kiel vegna meiðsla. Liðið er í toppsætinu með 24 stig. 

Nordhorn - Lemgo 24:29
Bjarki Már Elísson skoraði 11 mörk fyrir Lemgo í leiknum og er markahæsti leikmaður deildarinnar en Geir Sveinsson er þjálfari Nordhorn. Nordhorn er í botnsætinu með 2 stig og Lemgo í 16. sæti með 8 stig. 

RN Löwen - Göppingen 28:21
Alexander Petersson skoraði 1 mark fyrir Löwen en Kristján Andrésson þjálfar liðið, sem er í 3. sæti deildarinnar með 24 stig. 

Bjarki Már Elísson hafði betur gegn lærisveinum Geirs Sveinssonar.
Bjarki Már Elísson hafði betur gegn lærisveinum Geirs Sveinssonar.

B-deild:
Hamburg - Emsdetten 37:17
Aron Rafn Eðvarðsson varði 10 skot í marki Hamburg.

FRAKKLAND

Bikarkeppnin, 32ja liða úrslit:
Pontault - París SG 26:28
Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 2 mörk fyrir París SG. 

NOREGUR

Drammen - Fyllingen 33:30
Óskar Ólafsson skoraði 3 mörk fyrir Drammen. Liðið er í 3. sæti deildarinnar með 16 stig eftir 11 leiki. 

Aron Rafn Eðvarðsson átti fínan leik.
Aron Rafn Eðvarðsson átti fínan leik. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert