Tíu samherjar Guðjóns og Arons

Nikola Karabatic er á leið á enn eitt stórmótið með …
Nikola Karabatic er á leið á enn eitt stórmótið með Frökkum. AFP

Tíu leikmenn frá stórliðunum París SG og Barcelona, sem Guðjón Valur Sigurðsson og Aron Pálmarsson leika með, eru í 28 manna hópi franska karlalandsliðsins í handknattleik sem tilkynntur hefur verið fyrir Evrópukeppnina sem hefst 9. janúar.

Frakkar eru þar í D-riðli með Bosníu, Portúgal og Noregi og mæta Portúgölum í fyrsta leiknum 10. janúar.

Sex leikmannanna eru samherjar Guðjóns Vals hjá París SG en það eru Luc Abalo, Vincent Gerard, Nikola Karabatic, Luka Karabatic, Dylan Nahi og Nedim Remili.

Fjórir eru samherjar Arons hjá Barcelona en það eru Ludovic Fabregas, Dika Mem, Timothey N'Guessan og Cédric Sorhaindo.

Alls koma 23 af leikmönnunum 28 frá frönskum liðum, fjórir frá Barcelona og sá 28. er Romain Lagarde, leikmaður Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert