Valskonur fóru illa með Stjörnuna

Lovísa Thompson skýtur að marki Stjörnunnar í kvöld. Katrín Tinna …
Lovísa Thompson skýtur að marki Stjörnunnar í kvöld. Katrín Tinna Jensdóttir er til varnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Valur vann afar sannfærandi 35:22-heimasigur á Stjörnunni í lokaleik dagsins í Olísdeild kvenna í handbolta. Staðan í hálfleik var 18:11 og átti Stjarnan engin svör í seinni hálfleik. 

Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks og var staðan 5:5 snemma í seinni hálfleik. Þá skoruðu Valskonur fimm mörk í röð og sáu Stjörnukonur ekki til sólar eftir það. 

Lovísa Thompson skoraði átta mörk fyrir Val, Ásdís Þóra Ágústsdóttir bætti við sjö og Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði sex. Íris Björk Símonardóttir varði 17 skot í markinu. 

Karen Tinna Demian og Sigrún Ása Ásgrímsdóttir skoruðu fjögur mörk hvor fyrir Stjörnuna. 

Valur er í öðru sæti deildarinnar með 21 stig, þremur stigum á eftir toppliði Fram. Stjarnan er í þriðja sæti með 15 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert