Öll fimmtánda umferðin leikin í kvöld

Gunnar Kristinn Þórsson og Einar Rafn Eiðsson mætast í Mosfellsbæ …
Gunnar Kristinn Þórsson og Einar Rafn Eiðsson mætast í Mosfellsbæ í kvöld þegar Afturelding tekur á móti FH. mbl.is/Kristinn Magnússon

Keppni í úrvalsdeild karla í handknattleik, Olísdeildinni, hefst á ný í kvöld eftir rúmlega sex vikna hlé vegna Evrópukeppninnar.

Öll fimmtánda umferðin fer fram í kvöld og er flautað til leiks á þremur mismunandi tímum en leikirnir eru þessir:

18.30 ÍR - KA
18.30 ÍBV - Valur
19.30 HK - Selfoss
19.30 Fjölnir - Stjarnan
19.30 Haukar - Fram
20.15 Afturelding - FH

Haukar eru með 23 stig á toppnum eftir 14 umferðir. Afturelding er með 22 stig, Valur 19, ÍR 18, Selfoss 17, ÍBV 16, FH 16, Stjarnan 11, KA 11, Fram 8, Fjölnir 5 og HK 2 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert