Á meðal markahæstu manna í Noregi

Óskar Ólafsson var næst markahæstur í liði Drammen.
Óskar Ólafsson var næst markahæstur í liði Drammen. Ljósmynd/dhk.no

Óskar Ólafsson skoraði fimm mörk fyrir Drammen þegar liðið tapaði með þriggja marka mun á útivelli gegn Haslum í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag.

Leiknum lauk með 27:24-sigri Haslum en Óskar var næst markahæstur í liði Drammen á eftir Sebastian Aho sem skoraði sex mörk úr sjö skotum.

Mikið jafnfræði var með liðunum til að byrja með en þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik náði Drammen fjögurra marka forskoti, 10:6. Haslum tókst að koma til baka og jafna metin í 12:12 og þannig var staðan í hálfleik.

Drammen komst í 18:16 þegar fimmtán mínútur voru til leiksloka og þegar fimm mínútur voru til leiksloka var staðan jöfn, 23:23. Leikmenn Haslum voru hins vegar sterkari á lokamínútunum og innbyrtu sterkan sigur.

Drammen er áfram í þriðja sæti deildarinnar með 7 stig eftir fyrstu fimm leiki sína, þremur stigum minna en topplið Elverum, sem er með 10 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert