Hagnaður hjá HSÍ þriðja árið í röð

Framkvæmdastjórinn Róbert Geir Gíslason heldur utan um heftið hjá HSÍ …
Framkvæmdastjórinn Róbert Geir Gíslason heldur utan um heftið hjá HSÍ en hann er lengst til vinstri á myndinni. Guðmundur B. Ólafsson formaður er fyrir miðri mynd en til hægri má sjá landsliðsþjálfarana hjá karlaliðinu, Guðmund Þórð Guðmundsson og Gunnar Magnússon. mbl.is/Kristinn Magnússon

Handknattleikssamband Íslands hagnaðist um 53 milljónir króna á síðasta ári. Kemur þetta fram í fréttatilkynningu frá HSÍ en ársþing sambandsins fór fram í dag í gegnum fjarfundabúnað. 

Velta HSÍ á árinu var rúmlega 249 milljónir króna sem er um 50 milljónum kr. lægri velta en frá árinu á undan.

Hagnaður HSÍ árið 2020 var rúmar 53 milljónir kr. og er þetta þriðja árið í röð sem sambandið skilar hagnaði. Óvissa ríkir þó varðandi reksturinn í ár. 

„Aukinn hagnaður skýrist aðallega á samdrætti í verkefnum 2020 sem að hluta hafa færst yfir á árið 2021 auk þess sem mikið aðhald var í rekstri sökum Covid-19. Þá ríkir mikil óvissa með rekstrarárið 2021 þar sem aukinn kostnaður er við ferðalög og sóttvarnir og óvíst með verkefni yngri landsliða í sumar,“ segir í tilkynningunni frá HSÍ. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert