Þorsteinn snýr aftur í Safamýrina

Þorsteinn Gauti Hjálmarsson í leik með Aftureldingu.
Þorsteinn Gauti Hjálmarsson í leik með Aftureldingu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Handknattleiksmaðurinn Þorsteinn Gauti Hjálmarsson er á leiðinni til Fram á nýjan leik eftir að hafa leikið með Aftureldingu í tvö ár.

Þorsteinn lýkur þessu tímabili í Mosfellsbænum en snýr þá aftur í Safamýrina og hefur samið við Framara um að leika með þeim næstu tvö árin. Framarar skýrðu frá þessu á miðlum sínum í kvöld.

Þorsteinn átti afar gott tímabil síðast þegar hann lék með Fram, 2018-19, og skoraði þá 123 mörk í 22 leikjum liðsins. Í vetur hefur hann glímt við meiðsli en hefur spilað 15 af 18 leikjum Aftureldingar í deildinni og skorað í þeim 44 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert