Íslandsmeistararnir kjöldrógu HK

Perla Ruth Albertsdóttir skoraði 12 mörk fyrir Fram.
Perla Ruth Albertsdóttir skoraði 12 mörk fyrir Fram. mbl.is/Hákon Pálsson

Ríkjandi Íslandsmeistarar Fram unnu sannkallaðan stórsigur, 39:14, gegn HK þegar liðin mættust í úrvalsdeild kvenna í handknattleik, Olísdeildinni, í Úlfarsárdal í dag.

Yfirburðir Fram voru algerir enda leiddu heimakonur með 11 mörkum, 18:7, í leikhléi, og juku enn á kvalir gestanna í síðari hálfleiknum.

Fram er eftir sigurinn í öðru sæti deildarinnar með 2 stig að loknum tveimur leikjum.

Perla Ruth Albertsdóttir átti magnaðan leik og skoraði 12 mörk fyrir Fram úr 13 skotum. Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði þá sjö mörk og Steinunn Björnsdóttir sex.

Hafdís Renötudóttir átti sömuleiðis ótrúlegan leik í marki Fram og varði 15 skot af þeim 27 sem hún fékk á sig, sem gerir 55,6 prósent markvörslu.

Markahæstar í liði HK voru Berglind Þorsteinsdóttir og Embla Steindórsdóttir, báðar með fjögur mörk.

Mörk Fram: Perla Ruth Albertsdóttir 12, Þórey Rósa Stefánsdóttir 7, Steinunn Björnsdóttir 6, Tinna Valgerður Gísladóttir 3, Daðey Ásta Hálfdánsdóttir 3, Harpa María Friðgeirsdóttir 2, Sóldís Rós Ragnarsdóttir 2, Dagmar Guðrún Pálsdóttir, Valgerður Arnalds 1, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 1.

Var­in skot: Hafdís Renötudóttir 15, Soffía Steingrímsdóttir 1.

Mörk HK: Berglind Þorsteinsdóttir 4, Embla Steindórsdóttir 4, Sara Katrín Gunnarsdóttir 3, Sóley Ívarsdóttir 2, Alfa Brá Hagalín 1.

Var­in skot: Margrét Ýr Björnsdóttir 3, Ethel Gyða Bjarnasen 2.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert