Íslendingar í eldlínunni í Evrópu

Guðmundur Þ. Guðmundsson.
Guðmundur Þ. Guðmundsson. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Einar Þorsteinn Ólafsson, handknattsleikmaðurinn ungi, og Guðmundur Guðmundsson, þjálfari, fengu báðir brottvísun er Fredericia beið 28:34 ósigur gegn GOG á heimavelli í dönsku 1. deild karla í handbolta í dag.

Einar lauk leik með eina stoðsendingu en fékk tvisvar sinnum tveggja mínútna brottvísun. Fredericia er í 8. sæti deildarinnar með fimm stig eftir fimm leiki. GOG situr á toppnum með 10 stig.

Sveinn Andri Sveinsson og Hafþór Vignisson voru í tapliði í úkraínsku 1. deildinni, en þeirra menn í Empor Rostock töpuðu 27:24 fyrir Motor Zaporozhye á útivelli. Hafþór lagði upp eitt mark fyrir sína menn.

Var þetta fjórði tapleikur gestanna í jafnmörgum leikjum á tímabilinu en jafnframt fyrsti sigur heimamanna. Liðin eru bæði í fallsætum í 18. og 19. sæti.

Rakel Sara Elvarsdóttir, Dana Björg Guðmundsdóttir og Katrín Tinna Jensdóttir léku allar með Volda sem tapaði naumlega, 22:21, gegn Aker á útivelli í norsku 1. deildinni.

Rakel Sara skoraði þrjú mörk og Dana eitt. Halldór Stefán Haraldsson er þjálfari Volda sem hefur unnið einn og tapað þremur af fyrstu fjórum leikjum sínum í deildinni og situr í 10. sæti með tvö stig.

Elías Már Halldórsson og lærisveinar hans í Frederikstad unnu 34:29 útsigur á Byåsen í sömu deild. Alexandra Líf Arnarsdóttir leikur með Frederikstad en var ekki með í dag. Liðið er í þriðja sæti með fjögur stig eftir fjóra leiki.

Þá töpuðu Örn Vesteinsson Östenberg og liðsfélagar hans í Haslum fyrir Arendal, 36:27, í sömu deild. Örn skoraði eitt mark í leiknum.

Haslum er í tíunda sæti með einn sigur og þrjú töp í fjórum leikjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert