KA/Þór vann spennuleik gegn Haukum

Rósa Kristín Kemp skýtur að marki KA/Þórs í dag.
Rósa Kristín Kemp skýtur að marki KA/Þórs í dag. Ljósmynd/Jón Óskar Ísleifsson

KA/Þór vann sinn fyrsta leik í Olísdeild kvenna í handbolta á tímabilinu er liðið lagði Hauka á heimavelli sínum í dag, 26:25. Anna Þyrí Halldórsdóttir tryggði heimakonum sigurinn með 26. marki liðsins skömmu fyrir leikslok.

Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og var það viðeigandi að staðan var hnífjöfn í hálfleik, 10:10. Þór/KA byrjaði seinni hálfleikinn betur og var staðan 18:14 þegar tæpar 20 mínútur voru eftir.

Haukar neituðu hins vegar að gefast upp og munaði aðeins einu marki þegar tíu mínútur voru eftir, 21:20. Eftir mikla spennu hélt Þór/KA þó út og fagnaði sínum fyrsta sigri á leiktíðinni, en Haukar eru án stiga eftir tvo leiki.

Mörk KA/Þórs: Lydía Gunnþórsdóttir 5, Rut Jónsdóttir 5, Kristín Aðalheiður Jóhannsdóttir 4, Anna Þyrí Halldórsdóttir 3, Hrafnhildur Irma Jónsdóttir 2, Katrín Vilhjálmsdóttir 1, Júlía Björnsdóttir 1, Hulda Bryndís Tryggvadóttir 1.

Varin skot: Matea Lonac 20.

Mörk Hauka: Elín Klara Þorkelsdóttir 9, Lara Zidek 4, Berglind Benediktsdóttir 3, Birta Lind Jóhannsdóttir 3, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 2, Ragnheiður Ragnarsdóttir 1, Natasja Hammer 1, Rósa Kristín Kemp 1, Ragnheiður Sveinsdóttir 1.

Varin skot: Margrét Einarsdóttir 10.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert