Ómar Ingi og Viggó skoruðu níu mörk hvor

Ómar Ingi Magnússon hefur skapað sér sess sem einn besti …
Ómar Ingi Magnússon hefur skapað sér sess sem einn besti handboltamaður heims. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Ómar Ingi Magnússon skoraði 9 mörk fyrir Magdeburg í heimasigri á Minden, 39:25, í þýsku fyrstu deildinni í handbolta í dagÞá skoraði Viggó Kristjánsson 9 mörk í 10 skotum fyrir Leipzig þegar liðið gerði 29:29 jafntefli á útivelli gegn Lemgo í þýsku fyrstu deildinni í handbolta í dag. Arnar Freyr Arnarsson var í liði Melsungen sem heimsótti Ólaf Stefánsson og félaga í Erlangen en Ólafur er aðstoðarþjálfari Erlangen. Leiknum lauk með jafntefli, 34:34.

Ómar Ingi er í öðru sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar með 41 mark að loknum 5 leikjum, tveimur mörkum á eftir Þjóðverjanum, Dominik Mappes, sem leikur með Gummersbach. Kiel, Rhein-Neckar Löwen og Magdeburg eru efst og jöfn í deildinni með fullt hús stiga. Erlangen er í 4.-5. sæti með 9 stig, Melsungen er í 10.-11. sæti með fjögur og Leipzig er í 13. sæti með 3 stig eftir 6 leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert