Sterkur lokakafli nægði FH-ingum

Leonharð Þorgeir Harðarson sækir að marki Gróttu í kvöld.
Leonharð Þorgeir Harðarson sækir að marki Gróttu í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

FH vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu í Olísdeild karla í handbolta er liðið heimsótti Gróttu á Seltjarnarnesið og fagnaði 30:27-sigri.

Grótta var með 17:14-forskot í hálfleik og var staðan hnífjöfn, 23:23, þegar seinni hálfleikur var hálfnaður. FH-ingar voru hins vegar betri á lokakaflanum og fögnuðu þriggja marka sigri.

Bæði lið eru með fjögur stig eftir fimm leiki, Grótta í sjötta sæti og FH í áttunda.

Mörk Gróttu: Lúðvík Arnkelsson 7, Ari Pétur Eiríksson, 5, Theis Søndergård 5, Andri Þór Helgason 3, Jakob Stefánsson 2, Þorgeir Bjarki Davíðsson 2, Hannes Grimm 1, Ágúst Emil Grétarsson 1, Akisama Abe 1.

Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 17.

Mörk FH: Birgir Már Birgisson 5, Jakob Martin Ásgeirsson 5, Ásbjörn Friðriksson 5, Einar Bragi Aðalsteinsson 4, Jón Bjarni Ólafsson 4, Leonharð Þorgeir Harðarson 3, Einar Örn Sindrason 2, Egill Magnússon 2.

Varin skot: Phil Döhler 18.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert