HK vann toppslaginn - stórsigur Þórs í fyrsta leik bræðranna

Jón Ólafur Þorsteinsson skorar eitt af átta mörkum sínum fyrir …
Jón Ólafur Þorsteinsson skorar eitt af átta mörkum sínum fyrir Þór gegn Selfossi. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

HK jók forskot sitt á toppi 1. deildar karla í handknattleik í fyrrakvöld með því að sigra ungmennalið Vals, 30:27, í uppgjöri tveggja efstu liða deildarinnar í Kórnum í Kópavogi.

Símon Michael Guðjónsson og Júlíus Flosason voru markahæstir HK-inga með 5 mörk hvor en Breki Hrafn Valdimarsson skoraði fyrir Valsmenn sem máttu þola sinn fyrsta ósigur á tímabilinu.

HK er með 15 stig af 16 mögulegum eftir átta leiki en Valsmenn eru með 11 stig eftir sjö leiki. Ungmennaliðin geta ekki unnið sér sæti í úrvalsdeildinni þannig að næstu lið sem geta ógnað HK eru Víkingur og Þór sem eru með 9 stig hvort og Fjölnir er með 8 stig.

Bræðurnir Sigurpáll Árni Aðalsteinsson og Geir Kristinn Aðalsteinsson stýrðu Þór í fyrsta skipti þegar Akureyrarliðið vann öruggan sigur á ungmennaliði Selfyssinga, 39:29. Kostadin Petrov skoraði 10 mörk fyrir Þór, Jón Ólafur Þorsteinsson og Josip Vekic 8 mör hvor, en Sæþór Atlason skoraði 9 mörk fyrir Selfyssinga.

Bræðurnir Geir Kristinn og Sigurpáll Árni Aðalsteinssynir fylgjast með Þórsliðinu …
Bræðurnir Geir Kristinn og Sigurpáll Árni Aðalsteinssynir fylgjast með Þórsliðinu í leiknum við Selfoss. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Víkingar unnu ungmennalið Hauka 29:26 á Ásvöllum. Gunnar Valdimar Johnsen skoraði 7 mörk fyrir Víking og Jóhann Reynir Gunnlaugsson 6 en Ágúst Ingi Óskarsson skoraði 8 mörk fyrir Hauka.

Fjölnir gerði jafntefli, 26:26, við ungmennalið Fram í Úlfarsárdal. Sigurður Örn Þorsteinsson skoraði 7 mörk fyrir Fjölni og Ólafur Brim Stefánsson 7 mörk fyrir Fram.

Loks vann ungmennalið KA sigur á Kórdrengjum, 33:27, á Akureyri. Logi Gautason og Haraldur Bolli Heimisson gerðu 5 mörk hvor fyrir KA en Eyþór Hilmarsson skoraði 11 mörk fyrir Kórdrengi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert