Hundrað prósent Hörpu og undanúrslit í bikar

Harpa Rut Jónsdóttir
Harpa Rut Jónsdóttir Ljósmynd/Amicitia Zürich

Harpa Rut Jónsdóttir var stórkostleg í liði Amicitia Zürich í frábærum 10 marka útisigri á Spono II í svissnesku bikarkeppninni í handbolta.

Harpa skoraði 8 mörk úr jafn mörgum skotum og var með hundrað prósenta nýtingu. Hún var markahæst í liði Amicitia ásamt þeim Oceane Meier og Simona Kolosové.

Sunna Guðrún Pétursdóttir varði 3 skot í leiknum.

Dí­ana Dögg Magnús­dótt­ir skoraði þá 3 mörk fyrir Zwic­kau í góðum útisigri á Waiblingen í þýsku 1. deildinni, 27:26.

Zwickau vinnur að því að fjarlægjast falldrauginn og situr eftir sigurinn í 11. sætinu með 9 stig, þremur stigum frá fallsæti.

Díana Dögg Magnúsdóttir í leik með íslenska kvennalandsliðinu.
Díana Dögg Magnúsdóttir í leik með íslenska kvennalandsliðinu. mbl.is/Óttar Geirsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert