Segir Stiven á leið til Benfica

Stiven Tobar Valencia lætur vaða að marki Göppingen í leik …
Stiven Tobar Valencia lætur vaða að marki Göppingen í leik liðanna í Evrópudeildinni í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hornamaðurinn Stiven Tobar Valencia hefur verið frábær í liði Vals í vetur, bæði í deildinni hér heima og í Evrópudeildinni. Þá var hann á dögunum valinn í íslenska landsliðið í fyrsta sinn.

Arnar Daði Arnarsson, þáttarstjórnandi hlaðvarpsins Handkastið og sérfræðingur í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport, segir í kvöld á Twitter-síðu sinni að Stiven sé á leið til portúgalska liðsins Benfica.

Benfica er í þriðja sæti portúgölsku deildarinnar, stigi á eftir toppliði Sporting en Porto er í öðru sæti með jafn mörg stig og Benfica. Þá er liðið í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar, líkt og Valur, en tapaði með 13 marka mun á heimavelli gegn Flensburg í kvöld.

Það verður fróðlegt að sjá hvar Stiven endar en Arnar Daði segir portúgölsku deildina hafa tekið miklum stakkaskiptum undanfarin ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert