Stefán í þriggja leikja bann - tímabilinu lokið?

Stefán Rafn Sigurmannsson í leik með Haukum í vetur.
Stefán Rafn Sigurmannsson í leik með Haukum í vetur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stefán Rafn Sigurmannsson, handknattleiksmaðurinn reyndi úr Haukum, hefur verið úrskurðaður í þriggja leikja bann af aganefnd HSÍ.

Það er vegna atvika eftir leik Hauka og Gróttu síðastliðið fimmtudagskvöld en þá fékk hann tvær útilokanir með skýrslu, „vegna mjög grófrar ódrengilegrar hegðunar," eins og það er orðað í úrskurði aganefndar.

Þar segir að um tvö aðskilin brot sé að ræða og jafnframt beri að líta til þess að leikmaðurinn hafi sætt leikbanni á tímabilinu og það leiði til stigahækkunar samkvæmt reglugerð um agamál.

Stefán leikur því ekki þrjá síðustu leiki Hauka í úrvalsdeildinni sem eru gegn Val, ÍBV og Herði. Haukar eru í baráttu við Gróttu um áttunda sæti deildarinnar og sæti í úrslitakeppninni og því er mögulegt að Stefán hafi þegar leikið sinn síðasta leik á tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert