Landsmót í beinni

Þetta er viðmótið sem blasir við notendum.
Þetta er viðmótið sem blasir við notendum.

„Þetta hefur verið í bígerð núna í vetur, við tókum tilraunaútsendingu fyrstu helgina í júní og sýndum beint frá gæðingamóti Spretts. Það var mikil ánægja með þá útsendingu og hún var góður undirbúningur fyrir Landsmótið,“ segir Þórdís Anna Gylfadóttir, verkefnastjóri Landsmóts Hestamanna, en

Landssamband hestamannafélaga og Landsmót hestamanna hafa gert samkomulag við hugbúnaðarfyrirtækið OZ um umsjón með streymi á myndefni frá Landsmóti hestamanna.

Sýnt frá öllum viðburðum

Landsmótið hefur sinn eigin upptökustjóra og myndatökumenn sem sjá um upptökur á svæðinu. OZ mun síðan sjá um dreifingu á því í gegnum snjallsímaforritið og viðmótið sem fyrirtækið hefur hannað. Boðið verður upp á beina útsendingu frá kynbótabraut og gæðingakeppni auk þess sem hægt verður að horfa á upptökur frá hverjum degi eftir að keppni lýkur. Sýnendur og keppendur á mótinu munu því geta séð upptökur af sýningum sínum. Einnig verður þar að finna upptökur frá fyrri landsmótum sem ekki hafa verið birtar áður. Hægt verður að nálgast útsendinguna í tölvu á sérstakri vefsíðu sem fyrirtækið hefur útbúið og í snjallsímum með appi frá OZ. Ekki er boðið upp á þjónustuna beint í sjónvarp nema fyrir þá sem eiga AppleTV. Hugvitsamir áhorfendur geta hins vegar auðveldlega tengt tölvur sínar við nýleg sjónvarpstæki með HDMI-snúru og þannig séð útsendinguna á stóra skjánum.

Stefna á fleiri útsendingar

Boðið er upp á mánaðaráskrift að þjónustunni en markmiðið er að bjóða upp á sýningar frá fleiri viðburðum í gegnum streymið. „Framtíðarsýn okkar er að búa til LH-TV-klúbb þar sem boðið verður upp á útsendingar frá helstu viðburðum hestamennskunnar í gegnum OZ-appið. Fyrsta skrefið í þessa átt er að þeir sem kaupa aðgang að útsendingunni frá Landsmótinu fá mánaðaraðgang að streyminu og geta því séð útsendingar frá Íslandsmóti í hestaíþróttum í lok júlí,“ segir Þórdís Anna. Íslandsmótið í yngri flokkum fer fram í Borgarnesi 14. – 17. júlí og Íslandsmót fullorðinna verður síðan á Selfossi 21. – 24. júlí. Stefnt er að því að vera með útsendingar frá báðum mótunum en ekki er þó búið að ganga frá því enda Landsmótið í forgangi þessa stundina.

Það er því ljóst að mikill uppgangur er í útsendingum á hestaíþróttum en útsendingar frá Meistardeildinni í hestaíþróttum hafa vakið mikla lukku í vetur og framtak landsmóts því kærkomin viðbót við flóru íþróttaútsendinga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert