„Ósanngjarnt að spila um þriðja sætið“

Louis van Gaal, landsliðsþjálfari Hollendinga, segir það ósanngjarnt að það þurfi að spila um þriðja sætið á stórmótum í knattspyrnu. Það verður einmitt hlutskipti Hollendinga á laugardag þegar liðið mætir Brasilíu.

„Þetta er leikur sem á ekki að vera spilaður. Ég hef sagt það núna í áratug; það er ósanngjarnt. Það er einungis ein verðlaun sem skipta máli og það er að verða heimsmeistari,“ sagði van Gaal.

Leikur um þriðja sætið var tekinn upp á heimsmeistaramótinu á Ítaliu árið 1934 en hefur lengi verið þyrnir í augum þeirra sem tapa undanúrslitaleik.

„Í mótum þar sem þú hefur spilað vel ferðu engu að síður heim án titils ef þú tapar í undanúrslitum, en síðan þarftu gíra þig upp til þess að spila um þriðja sætið líka,“ sagði ósáttur van Gaal.

Louis van Gaal vill ekki leik um þriðja sætið.
Louis van Gaal vill ekki leik um þriðja sætið. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert