Erfiður andstæðingur Íslendinga

Luka Modric í leik með Real Madrid gegn Bayern Müchen.
Luka Modric í leik með Real Madrid gegn Bayern Müchen. AFP

Luka Modric er fyrirliði og algjör lykilmaður í leik Króata sem eru þriðju og síðustu andstæðingar Íslendinga í riðlakeppni HM í Rússlandi en liðin mætast í Rostov 26. júní.

Modric er 32 ára gamall miðjumaður, fæddur 9. september 1985 í Zadar, sem þá tilheyrði Júgóslavíu en er króatísk borg við Adríahafið. Hann var í röðum Dinamo Zagreb frá 2002, var 18 ára gamall valinn besti leikmaður Bosníu þegar hann var þar í láni hjá Zrinjski 2003-04, en var seldur árið 2008 til Tottenham fyrir 16,5 milljónir punda. Real Madrid keypti hann þaðan fyrir um 30 milljónir punda í ágúst 2012.

Modric hefur þrisvar unnið Meistaradeildina með Real Madrid og spilar til úrslita þar á laugardaginn. Hann hefur sex sinnum verið kjörinn besti knattspyrnumaður Króatíu, og valinn í heimslið FIFA og FIFPro undanfarin þrjú ár.

Modric er fjórði leikjahæsti landsliðsmaður Króatíu með 104 leiki og hefur skorað í þeim 12 mörk.

Haldið var áfram að telja niður fyrir HM í Rússlandi í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert