Möguleg HM stjarna: Getur Hazard lyft álögunum af Belgum?

Eden Hazard.
Eden Hazard. AFP

Eden Hazard, fyrirliði belgíska landsliðsins, er á meðal bestu knattspyrnumanna heims í dag en Belgar ætla sér stóra hluti á HM í Rússlandi eftir mikil vonbrigði á stórmótum á undanförnum árum.

Hazard er fæddur 7. janúar 1991 í bænum La Louviére í Belgíu og er 27 ára gamall. Hann spilar með enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea og hefur verið lykilmaður í liðinu síðan hann kom til félagsins árið 2012 frá Lille í Frakklandi þar sem hann spilaði í fimm ár.

Hazard hefur tvívegis orðið enskur deildarmeistari með Chelsea og þá vann hann Evrópudeildina með liðinu tímabilið 2012-2013. Hann var valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2014-2015 og þá hefur hann þrisvar verið valinn leikmaður ársins hjá Chelsea.

Hazard á að baki 82 landsleiki með Belgum þar sem hann hefur skorað 21 mark. Hann var gerður að fyrirliða liðsins haustið 2016 en Hazard er níundi leikjahæsti leikmaður Belga frá upphafi.

Morgunblaðið heldur áfram að telja niður fyrir HM en nú eru 22 dagar þar til Ísland spilar sinn fyrsta leik á HM

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert