Spilaði fyrsta landsleikinn fyrir tíu árum

Jóhann Berg á æfingu landsliðsins á Laugardalsvellinum í gær.
Jóhann Berg á æfingu landsliðsins á Laugardalsvellinum í gær. mbl.is/Arnþór Birkisson

Jóhann Berg Guðmundsson var fyrst valinn í íslenska landsliðið árið 2008, þá 18 ára gamall en hann hefur verið fastamaður í landsliðinu frá árinu 2014.

Jóhann er 27 ára gamall, fæddur 27. október 1990 og er uppalinn hjá Breiðabliki í Kópavogi. 19 ára gamall gekk hann til liðs við AZ Alkmaar í Hollandi og spilaði hann með liðinu í fimm ár áður en hann samdi við Charlton Athletic á Englandi. Árið 2016 samdi hann svo við Burnley og spilar hann með liðinu í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Jóhann skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í vináttuleik gegn Andorra árið 2012 en hann hefur skorað 7 mörk í 65 landsleikjum fyrir Ísland. Hann skoraði fræga þrennu gegn Sviss í undankeppni HM 2014 en leiknum lauk með 4:4 jafntefli.

Jóhann spilaði alla leiki Íslands á EM í Frakklandi 2016 og þá var hann einn besti maður liðsins í undankeppni HM 2018. Hann er fjórði leikjahæsti leikmaðurinn í íslenska hópnum sem fer til Rússlands.

Morgunblaðið heldur áfram að telja niður dagana fram að fyrsta leik Íslands á HM í Rússlandi en hann verður gegn Argentínu eftir 22 daga

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert