Möguleg HM stjarna: Heilinn í sóknarleik Dananna

Christian Eriksen í landsleik með Dönum.
Christian Eriksen í landsleik með Dönum. AFP

Christian Eriksen er lykilmaður í danska landsliðinu en hann er einn besti sóknartengiliður í Evrópu í dag.

Eriksen er fæddur 14. febrúar 1992 í Middelfart í Danmörku. Árið 2008 gekk hann til liðs við unglingaakademíu Ajax og spilaði hann sinn fyrsta aðalliðsleik fyrir félagið í febrúar 2010. Hann gekk til liðs við Tottenham sumarið 2013 og hefur verið lykilmaður í liðinu síðan.

Eriksen var yngsti leikmaðurinn sem spilaði á heimsmeistaramótinu í Suður-Afríku árið 2010 þar sem hann tók þátt í tveimur leikjum í riðlakeppninni en Dönum mistókst að komast upp úr riðlinum á mótinu. Hann var frábær í liði Dana í undankeppni HM 2018 og skoraði þrennu í seinni umspilsleik Dana og Íra sem lauk með 5:1 sigri danska liðsins.

Eriksen hefur spilað 77 landsleiki fyrir Dani þar sem hann hefur skorað 21 mark en hann er þriðji leikjahæsti leikmaðurinn í 35 manna æfingahóp Dana fyrir HM í Rússlandi.

Greinin er hluti af niðurtalningu Morgunblaðsins fyrir HM í Rússlandi en í dag er 21 dagur í fyrsta leik Íslands.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert