Þjóðverjar undir mikilli pressu

Thomas Müller segir að þýska landsliðið sé undir gríðarlegri pressu.
Thomas Müller segir að þýska landsliðið sé undir gríðarlegri pressu. AFP

Knattspyrnumaðurinn Thomas Müller segir að þýska landsliðið í knattspyrnu sé undir gríðarlega mikilli pressu eftir tapið fyrir Mexíkó um helgina. 

Þrátt fyrir mikla reynslu og gæði í þýska hópnum voru Þjóðverjar heppnir að tapa ekki stærra fyrir sprækum Mexíkóum sem vörðust fimlega og beittu skæðum skyndisóknum þegar þeir unnu boltann: „Þetta minnti á leikinn á móti Sádi-Arabíu. Við gefum mótherjanum of mikið pláss til þess að sækja í þegar við erum með boltann.“

Þýskaland spilar við Svíþjóð á laugardaginn og verður að sigra til þess að eiga möguleika að enda efstir í riðlinum: „Pressan er gríðarleg. Það er ekki pláss fyrir fleiri mistök. Það er eins og útsláttarkeppnin sé hafin. Við vildum ekki vera í þessari stöðu. Við vildum komast hjá því. Núna þurfum við að höndla hana.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert