Ekki krossfesta liðið strax

Nígeríumenn á æfingu í dag.
Nígeríumenn á æfingu í dag. AFP

Amaju Pinnick forseti nígeríska knattspyrnusambandsins hvetur landa sína til þess að krossfesta ekki landsliðið strax heldur styðja það en Nígería mætir Íslandi á HM í Volgograd á föstudaginn.

Nígeríumenn eru strax komnir með bakið upp að vegg eftir að hafa tapað 2:0 fyrir Króötum í fyrstu umferðinni og tapi þeir fyrir Íslendingum gætu þeir verið úr leik á mótinu.

„Á þessu móti töpuðu heimsmeistarar Þjóðverja fyrsta leik sínum, Argentína gerði jafntefli, Spánverjar sem urðu heimsmeistarar 2010 gerðu jafntefli, Brasilíumenn gerðu jafntefli við Sviss og Frakkar lentu í vandræðum með Ástrala. Svo það er allt mögulegt,“ sagði forsetinn við nígeríska fjölmiðla í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert