Fjórir Íslendingar í úrvalsliði BBC

Ragnar Sigurðsson og Alfreð Finnbogason eru báðir í úrvalsliði BBC.
Ragnar Sigurðsson og Alfreð Finnbogason eru báðir í úrvalsliði BBC. mbl.is/Eggert

Það eru fjórir Íslendingar í úrvalsliði breska ríkismiðilsins BBC eftir fyrstu umferð heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fram fer í Rússlandi. Þeir Hannes Þór Halldórsson, Ragnar Sigurðsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Alfreð Finnbogason fá sæti í liðinu eftir frammistöðu sína í 1:1 jafnteflinu gegn Argentínu í fyrsta leik liðanna í D-riðli mótsins.

Hannes Þór varði vítaspyrnu frá Lionel Messi í leiknum og Alfreð Finnbogason skoraði mark Ísland. Ragnar Sigurðsson var öflugur í vörn íslenska liðsins og Gylfi Þór hljóp manna mest á miðsvæðinu. Fyrstu umferð riðlakeppninnar lauk formlega í dag þegar Senegal vann 2:1 sigur á Póllandi. Það eru lesendur BBC sem velja lið umferðarinnar en framganga íslenska liðsins í leiknum gegn Argentínu vakti mikla athygli.

Íslendingarnir fjórir skipa lið mótsins, hingað til ásamt leikmönnum á borð við Cristiano Ronaldo og Isco, sem eru lykilmenn hjá stórliði Real Madrid. Þá er Diego Godín, fyrirliði Úrúgvæ og Atlético Madrid í hjarta varnarinnar með Ragnari, ásamt Aleksander Kolorov, fyrirliða Serba.

Íslendingar einoka úrvalslið BBC hingað til á HM.
Íslendingar einoka úrvalslið BBC hingað til á HM. Ljósmynd/BBC
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert