Í fyrsta sinn í 60 ár

Í fyrsta sinn í 60 ár tókst Svíum að vinna sinn fyrsta leik í úrslitakeppni HM í knattspyrnu þegar þeir höfðu betur gegn S-Kóreumönnum 1:0 í gær.

Svíum hafði ekki tekist að vinna fyrsta leikinn sinn á HM síðan keppnin var haldin í Svíþjóð 1958. Síðan þá hefur Svíum sjö sinnum tekist að komast í úrslitakeppni HM. Þeir gerðu jafntefli í fyrsta leik sínum 1974, 1978, 1994, 2002 og 2006. Árin 1970 og 1990 töpuðu Svíar fyrsta leik sínum.

Norðurlandaþjóðirnar þrjár sem leika á HM fóru vel af stað. Danir lögðu Perúmenn 1:0 og Íslendingar gerðu 1:1 jafntefli gegn tvöföldum heimsmeisturum Argentínu.

Andreas Granqvist fagnar marki sínu í gær.
Andreas Granqvist fagnar marki sínu í gær. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert