Hvernig verður liðinu breytt?

Það var létt yfir íslensku landsliðsmönnunum á æfingu gærdagsins.
Það var létt yfir íslensku landsliðsmönnunum á æfingu gærdagsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Því má nánast slá föstu að byrjunarliði Íslands verði breytt frá 1:1-jafnteflinu við Argentínu fyrir leikinn við Nígeríu í Volgograd á föstudaginn, í D-riðli HM karla í knattspyrnu. Að minnsta kosti ein breyting er fyrirséð.

Jóhann Berg Guðmundsson meiddist í leiknum við Argentínu og allt útlit fyrir að hann missi að minnsta kosti af leiknum við Nígeríu. Þar með opnast staða á hægri kantinum og vandfyllt skarð sem Jóhann skilur eftir sig. Þar að auki má einnig telja líklegt að Ísland leiki með tvo framherja gegn þessum andstæðingi, rétt eins og liðið gerði gegn öðru afrísku liði með áþekkan leikstíl í síðasta leik sínum fyrir HM, Gana, á Laugardalsvelli.

Sennilega er enginn öruggari með sæti í byrjunarliði Íslands á föstudaginn en Hannes Þór Halldórsson markvörður, eftir stórkostlega frammistöðu. Afar líklegt er sömuleiðis að fjögurra manna varnarlínan haldist óbreytt. Heimir Hallgrímsson þjálfari hefur þó talað um nauðsyn þess að dreifa álaginu á leikmenn betur en gert var á EM í Frakklandi, en nú líða sex dagar á milli 1. og 2. leiks og þess vegna sé ég ekki ástæðu til þess að hvíla þurfi einhvern varnarmannanna. 

Sjá greinina í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert