Ronaldo skorað flest allra í Evrópu

Ronaldo er næst markahæsti landsliðmaður frá upphafi.
Ronaldo er næst markahæsti landsliðmaður frá upphafi.

Það tók Cristiano Ronaldo ekki nema þrjár mínútur að skora fyrir Portúgal gegn Marakkó á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rússlandi í dag. Þetta var 85. markið sem hann skorar fyrir portúgalska landsliðið sem um leið gerir hann að markahæsta evrópska landsliðmanni frá upphafi. Fyrra metið átti Ungverjinn Ferenc Puskás. Hann skoraði 84 mörk á sínum ferli. 

Aðeins einn leikmaður hefur skorað fleiri landsliðsmörk heldur en Ronaldo en það er Íraninn Ali Daei sem skoraði 109 mörk á sínum tíma. 

Puskás skoraði 84 mörk í 85 landsleikjum fyrir Ungverja frá 1945 til 1956. Þess utan lék Puskás fjóra landsleiki fyrir Spánverja en lánaðist ekki að skora mark í þeim. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert