Fundur Nígeríu í Volgograd

Nígeríumenn á æfingu.
Nígeríumenn á æfingu. AFP

Nígería hélt nú kl. 14 sinn síðasta blaðamannafund fyrir leikinn við Ísland á morgun á HM karla í knattspyrnu. Fundurinn, líkt og leikurinn, var á Volgograd-leikvanginum í samnefndri borg.

Fylgst var með fundinum í beinni textalýsingu hér að neðan. Fundur Íslands var haldinn fyrr í dag og má lesa um hann hér og í fréttum á vefnum okkar.

Þýski þjálfarinn Gernot Rohr og hinn 19 ára aðalmarkvörður Nígeríu, Francis Uzoho, sátu fyrir svörum. Á meðal þess sem fram kom er að Rohr reiknar með að Ísland njóti góðs af því að hafa 20.000 íslenska stuðningsmenn í stúkunni, en hvaðan hann hefur þær upplýsingar er erfitt að segja til um. Samkvæmt upplýsingum frá KSÍ er búist við um 3.000 Íslendingum á vellinum!

Rohr vildi ekkert gefa uppi um það hvort og þá hvernig hann myndi breyta leikskipulagi Nígeríu frá því í 2:0-tapinu gegn Króatíu í fyrsta leik. Hann kvaðst hafa mikla virðingu fyrir íslenska liðinu sem spilaði saman sem ein heild, rétt eins og Nígería, en sagði forvitnilegt að sjá hvernig leikurinn myndi þróast þar sem að talsverður munur væri á meðalaldri leikmannahópanna tveggja. Nígería er yngsta lið mótsins en Ísland eitt það elsta.

Allt það helsta sem fram kom á fundinum má sjá hér að neðan og í fréttum hér á mbl.is. Leikur Íslands og Nígeríu hefst kl. 15 að íslenskum tíma á morgun.

Fundur Nígeríu í Volgograd opna loka
kl. 14:28 Textalýsing Jæja, þá er fundi slitið. Þetta var stutt og snarpt. Nígeríumenn búast sem sagt við 20 þúsund íslenskum stuðningsmönnum. Mér skilst að þeir verði um 3.000.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert